• for7
  • for56
  • formynd1
  • formynd2
  • formynd6

Frettir

Ný heimasíða foreldrafélags

Veturinn 2012-13 var stofnuð ný heimasíða foreldrafélags Austurbæjarskóla (wordpress) síða í samstarfi við töluumsjónarmann Austurbæjarskóla. Slóðin er http://www.austo.org/foreldrafelag/

 

Þriðjudagur 30. apríl 19.00- 20.30 UPPSKERA í unglingadeild

 

 

 

UPPSKERA í unglingadeild, örfyrirlestrar og sýningar á verkum nemenda fyrir foreldra og nemendur í 8., 9. og 10. bekk

 

19.00 – 20.30 ÓSTÖÐVANDI  kvikmyndasýning í bíósalnumverk nemenda í kvikmyndavali á þessu ári og liðnum árum

19.00 – 20.30 ÖSTÖÐVANDI DANS  í  íþróttasalnum
nemendur í unglingadeild sýna dans og kenna nokkur trikk

 

 

 

 

 

19.00 – 20.30 ÖSTÖÐVANDI  ljósmyndasýning  
sýning á verkum nemenda í ljósmyndavali

 

19.00 – 20.30 MARAÞON pizzubakstur til styrktar söfnunar FFAUST vegna tækjakaupa í bíósalinn rjúkandi heitar pizzusneiðar til sölu í kennslueldhúsi

Í bekkjarstofum á neðri gangi verða tveir 20 mínútna örfyrirlestrar.

 

 

19.10 og 19.40 "SKREKKUR 2012 -  ferli og undirbúningur
" : Eva Halldóra, skrekksþjálfari og nemi í L.H.Í.


19.40 og 20.10 "Hefst launamunur kynja í fermingargjöfum": 
Kristín Ólafsdóttir, bókmenntafræðingur foreldri í 9. bekk

 

 

Dagskráin er sett saman með það í huga að búa til góða kvöldstund fyrir foreldra og nemenda í unglingadeild í skólanum saman.  Skemmtilega samveru þar sem foreldrar og nemendur miðla til hvors annars.  Ef vel tekst til , má vel sjá fyrir sér að fulltrúar foreldra þróuðu þetta áfram í samstarfi við nemendaráð og starfsmenn skólans á næsta ári. Aðgangur ókeypis, en nýbakaðar pizzur seldar á vægu verði.

Skipuleggjendur eru fulltrúar foreldra í skólaráði í samvinnu við nemendaráð og starfsfólk skólans.

 

 

Ný stjórn foreldrafélags Austurbæjarskóla 2012-13

Fráfarandi stjórn þakkar fyrir öllum þeim sem mættu í gær fyrir góðan fund, sérstakar þakkir til Kristínar fundarstjóra.

Ný stjórn foreldrafélags Austurbæjarskóla var kjörinn á aðalfundinum:


Bibiam Gonzales Rodrigues, foreldri í 9. bekk


Hildur Sveinsdóttir, foreldri í 2. og 5. bekk,

Jón Páll Eyjólfsson, foreldri í 4. og 6. bekk


Lárus Blöndal, foreldri í 7. bekk


Stefán Jónsson foreldri í 3. bekk


varamenn í stjórn:


Gestur Guðjónsson, foreldri í 1. og 7. bekk


Valgerður Árnadóttir, foreldri í 7. bekk

Guðrún Inga Ingólfsdóttir, foreldri í 1. bekk var kosin í skólaráð


Hildur Sveinsdóttir, foreldri í 2. og 5. bekk til vara

Fyrsta verk nýrrar stjórnar er undirbúningur vorhátíðar ásamt Pétri tónmenntakennara og bekkjarfulltrúum í 1., 2., 3., 4. og 7. bekk. Boðað verður til undirbúningsfundar á næstu dögum. Vorhátíð Austurbæjarskóla verður haldin laugardaginn 1. júní.

Enn smá ólag á vefnum okkar

Því miður er ekki hægt að nálgast allar upplýsingar sem voru á vefnum eins og td. fundargerðir osfrv. - en brátt verður þetta aðgengilegt á ný. En við gerum okkar besta og höldum áfram að setja fréttir af starfinu inn á vefinn okkar.